Öskudagsgleði í Snælandsskóla

Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Snælandsskóla með mikilli gleði og fjöri. Dagurinn hófst með söngstund á sal undir stjórn Margrétar tónmenntakennara, þar sem nemendur á yngsta stigi sungu saman.

Einn árgangur í einu fór svo í gamla íþróttasalinn, þar sem mikið var dansað, sprellað og kötturinn sleginn úr tunnunni undir stjórn Margrétar Örnu smíðakennara og Alla íþróttakennara.

Miðstigið byrjaði daginn í stofum sínum hjá umsjónarkennurum, þar sem þau spiluðu saman og skemmtu sér áður en þau tóku þátt í söngstund á sal með Margréti. Að því loknu fékk hver árgangur tíma í Fagralundi, þar sem mikið var dansað undir stjórn kennaranna Óla, Vigdísar og Péturs.

Á unglingastiginu var dagskráin ekki síður skemmtileg. Nemendur hittust í stofum hjá umsjónarkennurum, þar sem þeir spiluðu leiki og tóku þátt í Kahoot-keppnum. Að því loknu fór hver árgangur í félagsheimilið Igló, þar sem Just Dance var í aðalhlutverki undir stjórn kennaranna Ritu, Guðrúnar H., Ragnhildar og Ásu.

Í lok dags fengu nemendur nammipoka í boði foreldrafélagsins, sem var frábær endir á virkilega skemmtilegum degi.

Posted in Fréttaflokkur.