Gleðilegt nýtt ár
Kennsla hefst að nýju eftir jólafrí föstudaginn 3. janúar. Dagurinn er skertur nemendadagur og hefst skólinn kl. 10:10 með göngu mót hækkandi sól, en það er hefð sem hefur verið við skólann á fyrsta skóladegi á nýju ári. Nemendur þurfa að mæta klæddir til göngunnar sem verður í Fossvogsdalnum.