Haustdagurinn

Í dag, 16. september, var haustdagurinn haldinn í skólanum á degi íslenskrar náttúru. Umsjónarkennarar ásamt öðrum starfsmönnum á hverju stigi skipulögðu dagskrá fyrir sitt stig. Á yngsta stiginu var farið í stöðvavinnu á leikvellinum við skólann. Nemendur á miðstigi fóru í stöðvavinnu í Svartaskógi og eftir frímínútur var farið í að hreinsa beð og þrífa skólalóðina. Nemendur á unglingastigi gengu að Gerðarsafni og gerðu kynningarmyndband um Kópavog. Allir létu vel af þessu og það rættist úr veðrinu sem var mjög gott til útiveru. Hér má sjá myndir frá deginum.

 

Posted in Fréttaflokkur.