Sumarfrístund fyrir verðandi nemendur í 1. bekk hefst mánudaginn 12. ágúst. Skráning í sumarfrístund fer í gegnum Sportabler, hlekkur fyrir skráningu er https://www.abler.io/shop/kopavogur . Nánari upplýsingar um sumarfrístund veitir Anna Karen, forstöðukona frístundar, netfang hennar er annakar@kopavogur.is
Nemendur og foreldrar í 1. bekk verða boðaðir í viðtal hjá umsjónarkennara 22. eða 23. ág.
Nýir nemendur í 2.-10. bekk fá boð um að mæta í skólann áður en skólasetning verður til að hitta umsjónarkennara.
Skólasetning verður föstudaginn 23. ágúst, frístund er lokuð þann dag. Mæting árganga er sem hér segir:
Kl. 8:30 2. og 3. bekkur, námskynning fyrir foreldra í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal.
Kl. 9:30 4.-5. bekkur, námskynning í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal.
Kl. 10:30 6.-8. bekkur, námskynning í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal.
Kl. 11:30 9. -10. bekkur, námskynning í heimastofu að lokinni skólasetningu á sal.
Kennsla hefst skv, stundatöflu mánudaginn 26. ágúst. Frístund opnar einnig þann dag en hægt er að sækja um fyrir nemendur í gegnum skráningarkerfið „Vala“, hlekkur á það er https://innskraning.island.is/?id=valais&path=%2fvala-fristund-vetur . Nauðsynlegt er að sækja um fyrir nemendur tímanlega.