Foreldrar nemenda 10. bekkjar komu færandi hendi í morgun með veitingar fyrir starfsfólk skólans í þakklætisskyni fyrir börnin þeirra. Í kveðju frá foreldrum kemur eftirfarandi fram að þá langi að þakka ykkur fyrir samveruna í Snælandsskóla síðustu tíu árin! „Takk fyrir að fylgja þeim í gegnum skólagönguna, hugsa vel um þau og taka þátt í að móta þau í þá flottu einstaklinga sem þau eru nú við lok grunnskóla. Þau eru heppin að hafa verið í Snælandsskóla! Þið eruð frábær! Verði ykkur að góðu. Foreldrar nemenda 10. bekkjar.”
Við segjum á móti: Takk fyrir okkur foreldrar!
Með bestu kveðju og þakkir fyrir samveruna síðasta áratuginn, – starfsfólk Snælandsskóla.