Lestrarhestar

Nemendur í 3. bekk eru á fullu í drekaklúbbi skólasafnsins. Eftir að lesnar hafa verið 8 bækur þar sem drekar koma við sögu fá nemendur skrautritað skírteini og teljast drekameistarar Snælandsskóla og fá mynd af sér við drekavegginn fyrir framan safnið.

Krakkarnir eru mjög áhugasamir og keppast við að komast í fleiri bókaklúbba, eins og tröllaklúbb, draugaklúbb og vinaklúbb. Þegar bók er skilað í þarf að segja frá innihaldi bókarinnar og eflast nemendur með hverri lesinni bók.

Guðmunda Hrönn Guðlaugsdóttir

umsjónarmaður skólasafns Snælandsskóla

Posted in Fréttaflokkur.