Áætlun um fíknivarnir

Áætlun um fíknivarnir

Forvarnastarf gegn ávana- og fíkniefnum, net- og spilafíkn  miðar að því að:

 • efla sjálfstraust og virðingu nemenda gagnvart sjálfum sér og öðrum
 • nemendur fræðist um og geri sér grein fyrir áhættu samhliða tóbaks-, áfengis og vímuefnaneyslu
 • nemendur fræðist um og tileinki sér eðlileg samskipti á netinu
 • nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl

 

Um allt starf Snælandsskóla gilda landslög og reglur um meðferð áfengis og tóbaks. Fræðsla um fíknivarnir er samþætt öllu starfi skólans. Einnig fer hún fram sérstaklega á bekkjarfundum og í samstarfi við félagsmiðstöðina IGLÓ.

Skólinn er þátttakandi í Vinaliðaverkefni Skagafjarðar þar sem markvisst er unnið að því að efla félagsþroska og leiðtogahæfni nemenda.

 

Hlutverk foreldra:

Foreldrar eru samkvæmt könnunum Rannsóknar og greiningar fyrirmyndir barna sinna og sterkastur áhrifavaldur í lífi þeirra. Ábyrgð þeirra er því mikil þegar kemur að forvörnum. Mikilvægt er að þeir:

 • gefi sér tíma með barninu
 • hlusti á álit barnsins
 • setji reglur um útivist og netnotkun á heimilum
 • hvetji barnið til tómstunda iðkana og taka þátt í því
 • veri barninu góð fyrirmynd
 • veri þátttakendur í foreldrasamstarfi / foreldrarölti
 • geri barnið fært um að rækta persónuleg lífsgæði sem fylgja því ævina á enda