Vinnuverndarstefna

Stjórnendur skulu af fremsta megni stuðla að starfsöryggi og andlegri sem líkamlegri heilsu og vellíðan starfsmanna og nemenda skólans.

Þeim markmiðum má ná með því að:

  1. Vinnuumhverfi sé bjart og hita- og rakastig sé eðlilegt.
  2. Hávaða- og loftmengun sé í lágmarki.
  3. Öryggis- og hlífðarbúnaður sé til staðar og notaður þar sem við á.
  4. Vinnuaðstaða og rými, þ.m.t. stólar og borð, séu við hæfi starfsmanna og nemenda.
  5. Öll samskipti milli starfsmanna og nemenda skólans skulu miða að því að auka andlega vellíðan og félagslega hæfni einstaklinga skólasamfélagsins.
  6. Við skólann starfar öryggisnefnd sem vinnur að áhættumati og úrbótum varðandi öryggi, hollustuhætti og aðbúnað á vinnustaðnum og lóð hans. Starfsmenn skólans skulu koma ábendingum um vinnuverndarmál til öryggisnefndar.
  7. Stjórnendur skólans bera ábyrgð á framkvæmd einstakra efnisþátta. Komi upp ágreiningur skal vísa honum til Vinnueftirlits ríkisins.

Reglulegar athuganir

Reglulega er gerð úttekt á skólalóðinni og skólanum varðandi slysahættu. Allt sem keypt er þarf að fylgja slysavarnarstöðlum bæjarins.

 

Birgða- og sorphreinsibílar hafa einungis leyfi til þess að ferma og afferma á tímum þegar nemendur eru ekki við leik á skólalóðinni. Reglulega eru foreldrar, nemendur og starfsfólk skóla minnt á að aka gætilega nálægt skólanum.

Vinnueftirlit ríkisins kemur reglulega og gerir úttekt á tækjum og búnaði skólans.

Skyndihjálpar- og vinnuverndarnámskeið fyrir starfsfólk eru haldin árlega.

Kiwanisfélagar gefa nemendum 1. bekkjar hjólahjálma og hjúkrunarfræðingar ræða við þau um mikilvægi á notkun hjálmsins.

Slökkviliðið heimsækir 3. bekk árlega í desembermánuði og kynnir brunavarnir.