Samstarf við önnur skólastig

Samstarf við framhaldsskóla

Í Snælandsskóla er reynt eftir megni að kynna 10. bekkingum þær námsleiðir sem til boða standa að loknum grunnskóla.  Námsráðgjafi skipuleggur þá kynningu í samráði við deildarstjóra unglingastigs.

Árlega hefur MK boðið öllum 10. bekkingum til kynningar upp í menntaskóla, þar sem farið er yfir starfsemi og brautir skólans svo og inntökuskilyrði. Námsráðgjafi er í reglulegu sambandi við námsráðgjafa annarra framhaldsskóla til að geta sem best upplýst nemendur Snælandsskóla um allt er þá fýsir að vita um starfsemi þeirra.

Á hverju ári stunda nokkrir nemendur fjarnám í tungumálum við VÍ sem hluta af vali sínu við skólann.

Samstarf við MK

Frá hausti 2010 hafa grunnskólar Kópavogs gert samning við MK að þeir sjái um námsmat (prófagerð og yfirferð) í framhaldsáföngunum ENS 103, 203 og STÆ 103, 203 fyrir nemendur grunnskólanna.  Áður var boðið upp á þetta nám (og fjölbreyttari áfanga) í MK. Um er að ræða fullgilt menntaskólanám í áföngunum og fer kennsla fram í grunnskólunum.   Ljúki nemandi áfanga með tilskyldum árangri hefur hann þar með lokið þeim einingum.  Á það skal þó bent, að ekki er öruggt að aðrir framhaldsskólar en MK viðurkenni einingarnar.

Nemendum í 10. bekk býðst að sækja um námskeið á Matvælabraut MK sem hluta af vali sínu í skólanum. Kennslan fer fram í MK.

Samstarf við leikskóla

  • að kynna leikskólanemendum grunnskólann og auðvelda þeim aðlögun að breytingum sem verða við skólaskiptin
  • að samræma notkun hugtaka í kennslu nemenda í leikskóla og grunnskóla
  • að kynna foreldrum grunnskólann

Kynningarheimsókn í byrjun vorannar

Skólahópur leikskólanna  kemur í heimsókn í skólann. Deildarstjóri yngrastigs  tekur á móti hópnum, sýnir honum skólann og les fyrir hann sögu. Í lok heimsóknar er farið í kennslustofu.

Leikskólaheimsókn á vorönn

Nemendur í 1. bekk fara í heimsókn í gamla leikskólann sinn með bók í farteskinu til að gefa skólahópnum. Bókin hefur að geyma verkefni nemenda um það sem gert er í skólanum. Leikskólakennarar geta síðan unnið með efni bókarinnar í vinnu með elstu börnunum.

Sameiginleg skemmtun að vori

Skólahópnum boðið í heimsókn í skólann. Mismunandi frá ári til árs hvað boðið er upp á. Reynt að nýta nemendasýningar hverju sinni.

Bréf sent heim  í apríl/maí

Bréf er sent heim til 5 ára nemenda um væntanlega skólaheimsókn í maí. Aðeins þau börn sem setjast á skólabekk í Snælandsskóla fá þetta bréf.

Skólaheimsókn í maí

Væntanlegir nemendur í 1. bekk Snælandsskóla koma á boðuðum tíma í heimsókn í skólann. Þeir fara inn í 1. bekk og dvelja þar í um eina klukkustund. Á meðan munu skólastjóri og aðstoðarskólastjóri sem jafnframt er deildarstjóri yngra stigs taka á móti foreldrum nemenda og kynna þeim sérfræðiþjónustu og sýna skólann.