Jafnréttisáætlun

Jafnréttisáætlun Snælandsskóla

 

Samkvæmt jafnréttisáætlun Kópavogsbæjar sem byggir á lögum um jafnan rétt allra starfsmanna, eiga allar stofnanir Kópavogs með fleiri en 25 starfsmenn að setja sér jafnréttisáætlanir.

 

Markmið jafnréttisáætlunar Snælandsskóla er að stuðla að jafnri stöðu starfsmanna sem við skólann starfa og nemenda sem við skólann nema.  Í sýn skólans segir að viska, virðing, vinsemd og víðsýni skulu höfð að leiðarljósi í skólastarfinu öllu.  Í anda þessa skal fulls jafnréttis milli kynja gætt í Snælandsskóla.

 

Nemendur eru hvattir til að rækta sérkenni sín og hvatt er til jákvæðra samskipta allra kynja.  Öllum skulu sköpuð jöfn tækifæri til þátttöku og áhrifa í skólasamfélaginu.

 

Jafnréttissjónarmið skulu samþætt stefnumótunarvinnu skólans og stuðla þannig að því að jafnréttissjónarmið séu eðlilegur þáttur í skólastarfinu, hvað varðar starfsfólk, nemendur og í samstarfi við foreldra. Kynbundin mismunun er óheimil, í hvaða formi sem hún birtist.

 

Æskilegt er að fram fari faglegt og reglubundið mat á áhrifum jafnréttisáætlunar og jafnréttisstarfs í skólanum. Niðurstöður matsins séu kynntar reglulega fyrir nemendum, starfsfólki og forráðamönnum.

Jafnréttisstefna Snælandsskóla snýr í fyrsta lagi að starfsfólki, í öðru lagi að nemendum og í þriðja lagi að samstarfi við foreldra.  Jafnréttissjónarmið eru höfð að leiðarljósi:

 • í starfsmannahaldi, aðbúnaði, ráðningum og endurmenntun starfsfólks. 
 • í kennslu, námsframboði og námsefni nemenda.
 • í öllum samskiptum og í samvinnu við heimilin.

 

 

 

 

 

Jafnréttishópur

Jafnréttishópur er hluti af Mannréttinda og jafnréttisteymi Snælandsskóla. Hlutverk og verkefni hópsins er að kynna jafnréttisáætlun skólans fyrir starfsmönnum, fylgja jafnréttismarkmiðum skólans eftir og vera ráðgefandi fyrir stjórnendur og starfsmenn. Einnig mun hópurinn vinna að þeim verkefnum sem tiltekin eru í áætluninni og hópnum eru falin.

 

Starfsfólk

Leiðarljós

 • Starfsfólki ber að hafa jafnréttissjónarmið að leiðarljósi í starfi sínu.
 • Við ráðningar skal gætt að fjölbreytni í starfsmannahópi skólans.
 • Við skipun í starfs- og vinnuhópa skal tekið tillit til jafnréttis, þó fagleg færni sé höfð að leiðarljósi.
 • Jafnréttis skal gætt hvað varðar yfirvinnu og hlunnindi sem stjórnendur geta stjórnað.
 • Jafnréttis skal gætt þegar styrkjum úr endurmenntunarfjármagni skólans er veitt.
 • Gera skal öllum starfsmönnum kleift að samræma atvinnu- og fjölskyldulíf.
 • Kynferðisleg áreitni og einelti meðal starfsfólks verður ekki liðið.

 

Nemendur

Leiðarljós

Gæta skal jafnréttis…

·       í öllu starfi skólans

·       við röðun í námshópa

·       í námsframboði og að það höfði til allra kynja

·       við val á námsefni, að það mismuni ekki kynjum

·       í kennsluháttum sem skulu vera fjölbreyttir

·       hvað varðar ábyrgð og þátttöku nemenda í skólastarfinu.

·       Markvisst skal unnið gegn stöðluðum kynímyndum

·       Öll kynin skulu búin jafnt undir ábyrgð og skyldur sem þeirra bíða í framtíðinni

·       Kynferðisleg áreitni og einelti meðal nemenda er ekki liðið.

 

 

 

 

 

 

Foreldrar

Leiðarljós

 • Gæta skal jafnréttis í foreldrastarfi og að báðir foreldrar barns séu á póstlistum skólans
 • Hvetja til þátttöku foreldra af báðum kynjum í foreldraviðtölum og öðru skólastarfi
 • Hvetja til þátttöku beggja foreldra barns í starfi bekkjarfulltrúa
 • Hvetja til jafnréttis hvað varðar ábyrgð beggja foreldra á námi barnanna sinna

 

 

 

Endurskoðuð áætlun

Snælandsskóli 4.10.2022