Frístund Snælandsskóla – Krakkaland
Frístund Snælandsskóla ber nafnið Krakkaland og er nú staðsett í húsnæði Fagralundar.
Umsókn um frístund fer fram í gegnum íbúagátt Kópavogs.
Frístund er fyrir börn í 1.- 4.bekk og er opin frá kl.12:40 til 16:30. Opið er hjá okkur alla daga sem skólinn starfar og einnig allan daginn á þremur af fimm starfsdögum kennara. Frístund hefur tvo starfsdaga á ári, einn á hvorri önn og er þá lokað. Það er ekki opið í vetrarfríum. Starfsemi Krakkalands hefst daginn eftir skólasetningu og er út vikuna eftir skólaslit.
Forstöðukona Krakkalands er Anna Karen Ágústsdóttir annakar@kopavogur.is.
Aðstoðarforstöðukona er Guðrún Lilja Ingvarsdóttir gudruni@kopavogur.is
Skrifstofusími Frístundar er 441 4232
Netfang Krakkalands er krakkaland@kopavogur.is
Síminn hjá 1. og 2. Bekkjarstarfi er 621 4159
Síminn hjá 3. og 4. Bekkjarstarfi er 621 4169
Gjald
Samræmt gjald er fyrir vist á frístundaheimilum í Kópavogi. Upplýsingar um gjaldskrá má nálgast á vefslóðinni https://www.kopavogur.is/is/gjaldskra
Um jafnt gjald er að ræða og er því sama gjald fyrir vistun óháð fjölda skóladaga í mánuðinum. Í september og maí greiðist hærra gjald þar sem vika af ágúst og júní reiknast með. Gjöld fyrir vistun og síðdegishressingu greiðast í gegnum heimabanka foreldra. Afsláttur er ekki veittur afturvirkt.
Starfsemi
Frístund er órjúfanlegur hluti af heildarstarfi Snælandsskóla og litið er á starfið í Krakkalandi sem mikilvægan hluta af uppeldisstarfi skólans.
Starfsáætlun Krakkalands 2022-2023 (breyta og setja inn nýja sem er í viðhnegi)
Stefna Krakkalands er: að tryggja börnum á aldrinum 6 – 9 ára áhugaverða, fjölbreytta, skemmtilega og örugga dvöl að loknum hefðbundnum skóladegi.
Markmið með starfinu í Krakkalandi eru fyrst og fremst að:
- nýta leik sem mikilvæga uppeldisaðferð
- virkja skapandi hugsun sérhvers barns á þess eigin forsendum
- kenna börnunum uppbyggileg samskipti við önnur börn og fullorðna
- hlusta á raddir barnanna og byggja starfið á lýðræði
Starfið í frístund byggist að miklu leyti upp á vali barnanna og skrá þau sig á svæði, hópastarf eða í leik á valtöflu. Meðal þess sem getur verið í vali er lego, lita, perla, föndra, kappla kubbar, bílar, lestrar- og kósýhorn, plús- og segulkubbar og margt fleira.
Starfsfólk
Auk forstöðufólks, starfa á frístundaheimilinu Krakkalandi bæði starfsmenn sem eru í skólanum fyrri part dags en einnig koma aðrir starfsmenn sem eru í hlutastarfi.