Hlutverk námsráðgjafa
Hlutverk námráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda skólans, styðja þá og hjálpa í þeim málum er snerta nám, skólavist, framhaldsnám, starfsval og persónuleg málefni. Námsráðgjafi er málsvari nemenda innan skólans.
Kallý Jónsdóttir er námsráðgjafi skólans, hún er staðsett í E álmu skólans.
Nemendur eru alltaf velkomnir til námsráðgjafa og þurfa ekki að panta tíma. Einnig geta foreldrar og nemendur haft samband með tölvupósti eða í síma 4414328.
Helstu verkefni námsráðgjafa eru eftirfarandi:
- Persónuleg ráðgjöf
- Hópráðgjöf
- Samskipti
- Námstækni
- Undirbúa nemendur undir flutning milli skóla/skólastiga
- Ráðgjöf um framhaldsnám
- Áhugasviðskannanir
- Vinna að forvörnum í samvinnu við aðra starfsmenn skólans
Allt sem nemendur eða foreldrar vilja ræða við námsráðgjafa er í fullum trúnaði!