Sérkennsla

Námsaðstoð

Nemendur sem eiga í erfiðleikum í námi eða á öðrum sviðum fá athugun hjá sálfræðingi og/eða sérkennara að beiðni umsjónarkennara eða foreldra. Að þeim athugunum loknum er tekin ákvörðun um þá námsaðstoð sem talin er henta best.

Aðstoðin sem veitt er fer eftir aðstæðum hvers nemanda, en sérkennsla felur í sér breytingu á námsmarkmiðum, námsefni, námsaðstæðum og/eða kennsluaðferðum miðað við jafnaldra.

Aðstoð við sérkennslunemendur fer ýmist fram inni í bekk viðkomandi, einstaklingslega eða í smærri hópum eftir því sem best þykir hverju sinni.

Sérkennarar og umsjónarkennarar vinna náið saman varðandi úrbætur fyrir sérkennslunemendur.

Ávallt er haft samráð við foreldra um sérkennslu.

Við skólann er starfandi sérdeild og þurfa foreldrar að sækja um fyrir 1. mars ár hvert og skal umsókn berast til skólastjóra.

Upplýsingar um sérdeildir, sérskóla og skálaakstur má finna á heimasíðu Kópavogsbæjar.

Fagstjóri sérkennslu er Agnes Jóhannsdóttir.