Starfsmannastefna

Við í Snælandsskóla viljum:

  • Ráða hæft, ábyrgt og áhugasamt starfsfólk sem er opið fyrir nýjungum og breytingum og sýnir frumkvæði  til að bæta og efla skólastarfið.
  • Ráða starfsfólk sem hefur lifandi áhuga á að starfa með börnum og unglingum.
  • Eiga gott samstarf við heimili og alla þá sem koma að fræðslu og uppeldismálum.
  • Veita starfsfólki góða vinnuaðstöðu og búa skólann þeim tækjum sem nauðsynleg eru til að starfsfólk geti sinnt starfi sínu sem best.
  • Að starfsfólk búi við góða hollustuhætti á vinnustað.
  • Að starfsfólk fái tækifæri til starfsþróunar og  endurmenntunar.
  • Að gott samtarf  ríki á milli alls starfsfólks Snælandsskóla.
  • Efla gott samstarf milli skólastiga þ.e. frá leikskóla upp í framhaldsskóla.
  • Að upplýsinagastreymi og boðleiðir milli stjórnenda og starfsfólks sé skilvirkt og  gott.
  • Að starfsfólk verði metið að verðleikum.


Ráðningar/kennara

Í samræmi við lög númer 72 /1996 skulu þau störf auglýst sem skylda er að auglýsa.

Auglýsingar

  • Lausa stöðu skal auglýsa í fjölmiðlum og á veraldarvefnum.
  • Áður en starf er auglýst er starfið skilgreint.
  • Samkvæmt lögum ber skólastjóra að tilkynna trúnaðarmanni um lausar stöður.

Ráðningar og val

  • Skólastjóri  í umboði sveitarfélags sér um ráðningar á nýjum kennurum og deildarstjórum. Hann tekur viðtöl við umsækjendur og leitar eftir meðmælum.
  • Skólastjóri veitir umsækjendum upplýsingar um starfslýsingu og launakjör.
  • Skólastjóri gerir skriflegan ráðningarsamning við þá kennara sem eru ráðnir og sendir öðrum umsækjendum upplýsingar um að ráðið hafi verið í stöðuna.
  • Í Snælandsskóla leggjum við  áherslu á að taka vel á móti nýjum kennurum, þeim leiðbeint um vinnubrögð, starfsvenjur, réttindi, skyldur og starfsmannastefna skólans kynnt.  Sjá nýliðahandbók
  • Uppsagnarfrestur er samkvæmt kjarasamningum kennara.
  • Skólastjóra er heimilt að ráða leiðbeinanda í tímabundið starf ef ekki fæst kennari með réttindi.
  • Skólastjóra er heimilt að ráða forfallakennara tímabundið án þess að auglýsa starfið.
  • Laun eru greidd  fyrsta virkan dag  hvers mánaðar.

Ráðningar/stjórnendur

  • Bæjarráð ræður skólastjóra og aðstoðarskólastjóra.

Ráðningar/aðrir starfsmenn
Í samræmi við lög skulu  þau störf auglýst sem skylda er að auglýsa.

Í Snælandsskóla eru eftirtalin starfsheiti:

  • Gangavörður/Ræstir
  • Starfsmaður Dægradvalar
  • Matráður
  • Ritari
  • Húsvörður
  • Stuðningsfulltrúi
  • Sálfræðingur
  • Þroskaþjálfi
  • Að auki starfar hjúkrunarfræðingur við skólann.

Auglýsingar

  • Lausar stöður skal auglýsa í fjölmiðlum eða á veraldarvefnum með góðum fyrirvara.
  • Áður en starf er auglýst er starfið skilgreint.

Ráðningar

  • Skólastjóri  í umboði sveitarfélags sér um ráðningar á nýjum starfsmönnum. Hann tekur viðtöl við umsækjendur og leitar eftir meðmælum.
  • Skólastjóri veitir umsækjendum upplýsingar um starfslýsingu og launakjör.
  • Í Snælandsskóla leggjum við  áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum, þeim leiðbeint um vinnubrögð, starfsvenjur, réttindi, skyldur og starfsmannastefna skólans kynnt.  Sjá nýliðahandbók.

Launa og kjaramál

  • Í Snælandsskóla fá starfsmenn greidd laun samkvæmt kjarasamningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við viðkomandi stéttarfélög starfsmanna.
  • Í Snælandsskóla er lögð rík áhersla á að starfsmenn hafi tækifæri til endurmenntunar sem leitt getur til launahækkunar.
  • Stjórnendur Snælandsskóla vilja eiga  gott samstarf við starfsmannafélög starfsmanna og hafa samráð við trúnaðarmenn og starfsmannafélög sem snerta laun, vinnuaðstöðu, vinnutíma og önnur kjaramál

Endurmenntun
Samkvæmt grunnskólalögum ber skólum að gera endurmenntunaráætlun.

  • Í Snælandsskóla eru starfsmenn hvattir  til endurmenntunar sem nýtist þeim til framþróunar  í starfi. Viðhalda faglegri þekkingu í samræmi við síbreytilegar kröfur sem gerðar eru til  starfsmanna skóla.
  • Starfsmenn eru hvattir til að leita eigin leiða til náms og starfsþróunar og nýta sér sjóði stéttarfélaga sem þeir eru aðilar að.
  • Við Snælandsskóla er til endurmenntunaráætlun sem nær til tveggja ára í senn.
  • Stjórnendur kanna þörfina á endurmenntun í starfsmannasamtölum og eiga einnig frumkvæði að námskeiðum og fyrirlestrum. Skólinn greiðir fyrir þau námsekið sem hann á frumkvæði að.
  • Starfsmenn geta sótt um að skólinn greiði kostnað við námskeið eða fundi/ráðstefnur sem ekki fást styrktar af sjóðum starfsmanna. Er orðið við því ef fjármagn leyfir.
  • Starfsmenn eru hvattir til að miðla  til annara starfsmanna þeirri þekkingu og reynslu  sem þeir hafa aflað sér. Þannig miðlun getur farið fram óformlega eða að starfsmenn haldi stutt námskeið eða fyrirlestur á starfsmannafundum, deildar-eða árgangafundum.

Starfsþróun

  • Í Snælandsskóla er lögð  áhersla á að sem mest starfsánægja ríki.
  • Snælandsskóli er vinnustaður þar sem starfsmenn eiga möguleika á starfsþróun í samræmi við metnað og kunnáttu. Þannig eiga starfsmenn að geta eflst í starfi til að takast á við ný og krefjandi verkefni innan skólans.
  • Starfsmenn eru hvattir til að takast á við ný og krefjandi verkefni sem þeir skapa og hanna sjálfir með fjölbreytilegum þróunarverkefnum.
  • Stjórnendur skólans aðstoða við gerð umsókna um opinbera styrki til þróunarstarfa.
  • Allir starfsmenn skólans eiga rétt á 2 starfsmannaviðtölum á ári, að hausti og seinnipart vetrar. Í starfsmannaviðtölum er farið yfir m.a. vinnuframlag , markmið, möguleika starfsmanna á þróun í starfi og möguleika og óskir um símenntun.  Stjórnendur skólans sjá um öll starfsmannaviðtöl. Stjórnendum og starfsmönnum ber að undirbúa sig vel fyrir þessi viðtöl.
  • Stjórnendur Snælandsskóla skulu leitast við að dreifa valdi, ábyrgð og verkefnum þannig að starfsmenn hafi möguleika á að þróast og eflast í starfi.

Árangursmat/sjálfsmat

  • Til að fylgjast sem best með heildaráangri skólastarfsins fer fram árangursmat/sjálfsmat þar sem notaðar eru ýmsar aðferðir til að kanna hvort öllum markmiðum í skólastarfinu sé náð, sbr. lög um grunnskóla. Í þessu mati taka þátt allir nemendur, foreldrar og starfsmenn.

Starfsreglur/viðvera
Starfsmenn Snælandsskóla skulu leitast við:

  • Að koma fram við alla aðila skólasamfélagsins af kurteisi og heiðarleika.
  • Að veita nemendum innblástur og handleiðslu á sem fjölbreytilegastan hátt.
  • Að vera ávallt stundvísir.
  • Að reykja ekki á eða nálægt vinnustað.
  • Að virða trúnaðarskyldu í starfi.
  • Að vera á verði gagnvart einelti og kynferðislegu áreiti.
  • Stuðla að öflugu/virku samstarfi heimilis og skóla.

Stjórnendur
Hlutverk stjórnenda í Snælandsskola er:

  • Að tileinka sér góða og áragursríka stjórnunarhætti
  • Að hafa góða yfirsýn yfir alla starfsemi skólans og samhæfa störf starfsmanna þannig að markmiðum skólans gagnvart nemendum  verði náð.
  • Að stuðla að  starfsánægju starfsmanna.
  • Að greiða fljótt úr ágreiningsefnum sem upp kunna að koma og gæta að andmælarétti aðila.
  • Að ræða skipulega við starfsmenn skólans á starfsmannafundum og í  starfsmannaviðtölum.
  • Að dreifa ábyrgð og verkefnum meðal starfsmanna og stuðla þannig að starfsþróun hvers og eins.
  • Að skipuleggja endurmenntunaráætlun og koma henni í framkvæmd.
  • Að halda skrá yfir orlofs og veikindadaga starfsmanna.
  • Að hafa yfirumsjón með  vinnuframlagi starfsmanna.
  • Að stuðla að einföldu og greiðu upplýsingastreymi milli stjórnenda og starfsmanna.
  • Að gera starfsmönnum kleift að samræma kröfur starfs og fjölskylduábyrgðar.
  • Að kynna starfsmönnum starfsmannastefnu og aðrar áætlanir sem unnið er eftir.
  • Að gæta að jafnrétti kynjanna og að hver starfsmaður verði metinn á eigin forsendum.
  • Að sjá til þess að hver og einn starfsmaður búi við sem bestar starfsaðstæður hvað varðar búnað og hollustu.