Skólastarf í Snælandsskóla einkennist af góðum skólabrag sem grundvallast á gagnkvæmu trausti og virðingu í öllum samskiptum. Áhersla er lögð á að hver og einn þroski hæfileika sína á eigin forsendum. Í Snælandsskóla er unnið að heilbrigðum lífsháttum í sátt við náttúru og umhverfi.
Að nýta þau tækifæri sem innleiðing á spjaldtölvum í skólastarfi Snælandsskóla býður upp á til þess að skapa vettvang fyrir framsækið skapandi skólastarf
Hlutverk Snælandsskóla
Hlutverk Snælandsskóla er að skapa bestu aðstæður til þess að nemendur og kennarar fái nýtt þá möguleika sem tæknin býður upp á til þess að efla grunnstoðir skólastarfs samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla.
Framtíðarsýn
Skólastarf Snælandsskóla einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggi á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi.
Einkunnarorð skólans eru: Viska – virðing – víðsýni – vinsemd
Viska: Með námi sínu öðlast nemendur visku sem nýtist þeim til framtíðar. Í orðinu felst; vitsmunir, þekking, vísdómur og speki
Virðing: Virðing er lykillinn í öllum samskiptum. Mikilvægt er að allir þroski með sér virðingu fyrir sjálfum sér, öllu öðru fólki, öllu lífi og umhverfi.
Víðsýni: Allt nám eykur víðsýni. Víðsýni þroskar gagnrýna hugsun og með víðsýni ætti fólk að leitast við að sjá mismunandi sjónarmið og leita lausna. Víðsýnn skóli metur námsgreinar jafnt, telur ,,allar greindirnar” jafn mikilvægar og leggur áherslu á fjölbreytt vinnubrögð.
Vinsemd: Elskaðu náungann eins og sjálfan þig er ætíð í fullu gildi og jákvæðni og vinátta er grundvöllur fyrir góðri líðan.
Meginmarkmið:
- Að nemendur þroski hæfileika sína á eigin forsendum.
- Að skólastarfið einkennist af skapandi starfsumhverfi og fjölbreyttum kennsluháttum sem byggi á vináttu og virðingu fyrir fólki, náttúru og umhverfi.
- Að nemendur tileinki sér heilbrigð lífsviðhorf og lífsstíl.
Stefna Snælandsskóla um innleiðingu kennsluhátta 21. aldar
Markmið
- Ábyrgð nemenda á eigin námi aukist.
- Nemendur setji sér markmið og áætlanir um nám sitt.
- Nemendur eigi aukið val um verkefni og viðfangsefni í námi sínu.
- Nemendur takist á við raunverkefni sem efli umhverfisvitund og heilbrigðan lífsstíl.
- Nemendur virki sköpunarkraft sinn og vinni í auknum mæli að skapandi verkefnum og nýsköpun..
- Nemendur nýti sér tækni í undirbúningi, vinnslu og skilum á verkefnum.
- Nemendur þrói með sér sterka siðferðisvitund í netheimum.
- Samvinna kennara aukist.
Leiðir
Kennarar
- Kennarar fái tækifæri til að koma með hugmyndir og hafa áhrif á hvernig breytingar verði í skólastarfinu.
- Kennarar eigi samtal og samráð um útfærslur á kennslunni.
- Kennarar skoði og byggi á þeim styrkleikum sem eru fyrir í skólastarfinu.
- Kennarar fái tíma, fræðslu og tækifæri til að skoða hvað vel er gert til að undirbúa breytingar.
- Lagt verði reglulega mat á framvindu og gang breytinganna og brugðist við þar sem þörf er á.
Yngsta stig
- Teymiskennsla í árgöngum. Bekkir verði felldir niður og kennarar vinni að kennslu árganga í samvinnu.
- Áhersla verði lögð á samþættingu námsgreina og þemavinna, sögurammar og hópverkefni verði reglulegur þáttur í skólastarfinu.
- Notkun spjaldtölva (bekkjarsett) verði markvisst samtvinnuð námi og kennslu með áherslu á grunnöpp.
- Snillismiðja verði fastur liður í skólastarfinu.
- Áhersla verði lögð á stafræna borgaravitund í allri vinnu með spjöld og tækni.
- Áhersla verði lögð á að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl og umhverfisvernd.
Miðstig
- Teymiskennsla árganga. Bekkir verði felldir niður og kennarar vinni saman að kennslu árgangs.
- Áhersla verði lögð á samþættingu námsgreina og þemavinna, sögurammar og hópverkefni verði reglulegur þáttur í skólastarfinu.
- Notkun spjaldtölva með áherslu á margmiðlun verði markvisst samtvinnuð námi og kennslu
- Snillismiðja verði fastur liður í skólastarfinu.
- Áhersla verði lögð á stafræna borgaravitund í allri vinnu með spjöld og tækni.
- Áhersla verði lögð á að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl og umhverfisvernd.
- Námsmat verði fjölbreytt og dregið úr vægi og notkun prófa.
Unglingastig
- Stundaskrár verði endurhugsaðar með samþættingu námsgreina og þemaverkefni í huga þar sem byggt er á samvinnu kennara.
- Teymiskennsla árganga. Bekkir verði felldir niður og kennarar vinni saman að kennslu árgangs.
- Nemendur geri áætlanir um námsframvindu sína.
- Áhersla á rauntengd verkefni og kennsluhætti þar sem nemendur fá aukin tækifæri til að velja sér leiðir til úrvinnslu verkefna.
- Notkun spjaldtölva verði markvisst samtvinnuð námi og kennslu með áherslu á ábyrga notkun og skilning á samfélagsmiðlum.
- Snillismiðja verði fastur liður í skólastarfinu.
- Vægi verk- og listgreina og val nemenda verði aukið.
- Áhersla verði lögð á stafræna borgaravitund í allri vinnu með spjöld og tækni.
- Áhersla verði lögð á að nemendur tileinki sér heilbrigðan lífsstíl og umhverfisvernd.
- Námsmat verði fjölbreytt og dregið úr vægi og notkun prófa.
Viðmið um árangur
Yngsta stig
- Árgangamiðuð kennsla.
- Samþætting námsgreina og skapandi vinna einkenni skólastarfið.
- Notkun tækni sé markviss og samtvinnuð námi..
- Vel upplýstir nemendur með heilbrigðan líffstíl og viðhorf til umhverfis síns.
Miðstig
- Árgangamiðuð kennsla..
- Samþætting námsgreina og skapandi vinna einkenni skólastarfið.
- Notkun tækni sé markviss og samtvinnuð námi.
- Fjölbreytt námsmat.
- Vel upplýstir nemendur með heilbrigðan líffstíl og viðhorf til umhverfis síns..
Unglingastig
- Sveigjanleg stundaskrá og árgangamiðuð kennsla..
- Samþætting námsgreina og skapandi vinna einkenni skólastarfið.
- Markmiða- og áætlanastýrð kennsla með áherslu á raunverkefni og val nemenda á útfærslum.
- Val- og verklegar greinar séu áberandi í skólastarfinu..
- Notkun tækni sé markviss og samtvinnuð námi..
- Fjölbreytt námsmat..
- Vel upplýstir nemendur með heilbrigðan líffstíl og viðhorf til umhverfis síns.