Í október – Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Upplýsingar veittar um félagslega stöðu nemandans og farið yfir sjálsmat/markmiðasetningu nemenda. Sérgreinakennarar eru til viðtals ef þess er óskað.
Í janúar/febrúar – skriflegt námsmat gefið út á Mentor þar sem metin er hæfni á vitnisburðarblaði sem og lykilhæfni (frammistöðumat) eftir haustönnina. Forráðamenn og nemendur mæta í viðtal til umsjónarkennara. Sérgreinakennarar eru til viðtals ef þess er óskað.
Við skólalok í júní – Skriflegt námsmat gefið út á Mentor þar sem metin er hæfni á vitnisburðarblaði sem og lykilhæfni (frammistöðumat) eftir vorönnina.