Nýr skólastjóri Snælandsskóla næsta haust

Brynjar aðstoðarskólastjóri hefur verið ráðinn í stöðu skólastjóra frá og með 1. ágúst 2023. Brynjar hefur innleitt breytingar og stuðlað að nýsköpun í skólastarfi. Hann hefur öðlast góða reynslu af fjölbreyttum verkefnum í stjórnun, rekstri og skipulagi skólastarfs. Brynjar hefur jafnframt átt frumkvæði að og verið leiðandi í ýmisskonar þróunar- og faglegu starfi innan skólans, í samstarfi við kennara og annað starfsfólk, sem hefur haft jákvæð áhrif á skólastarf í Snælandsskóla. Við óskum Brynjari innilega til hamingju með starfið og fögnum því að fá tækifæri til samstarfs við hann í hlutverki skólastjóra.

Posted in Fréttaflokkur.